Stefnuyfirlýsing

 

Samtök kvenna í vísindum er fyrir konur innan allra sviða vísinda. Samtökin vilja stuðla að valdeflingu og samtakamætti vísindakvenna. Markmið samtakanna er að efla tengslanet og að auka sýnileika vísindakvenna, auk þess að vera vettvangur fræðslu og stuðnings fyrir félagskonur. Þau munu einnig sinna aðhalds- og upplýsingarhlutverki varðandi stöðu kvenna í vísindum.

Stefnumótunardagur Samtaka kvenna í vísindum var haldinn með þjóðfundarsniði þann 30. apríl 2016 með þátttöku um 50 félagskvenna. Unnið var í hópum að stefnumótun samtakanna og hver hópur kynnti niðurstöður sínar á veggspjöldum. Deginum lauk með umræðum og samþykkt stefnuyfirlýsingar.

img_3575_rot img_3579rot img_3574rot img_3577_rotimg_3578