Stjórnin

 

Stjórn starfsárið júní 2019 til júní 2020:

  • Freydís Vigfúsdóttir – formaður stjórnar – Líffræðingur og sérfræðingur við Félagsvísindasvið HÍ og kennari við umhverfis- og auðlindafræði Háskóla Íslands.
  • Bjargey Anna Guðbrandsdóttir – gjaldkeri, verkefnastjóri framhaldsnáms í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands.
  • Sigrún Ólafsdóttir – prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands.
  • Ásrún Á. Jónsdóttir – Mastersnemi í Klínískri sálfræði við Háskólan í Reykjavík.
  • Svala Jónsdóttir – kennari og líffræðingur hjá Náttúrufræðistofu Kópavogs.
  • Jóna Sigrún Sigurðardóttir – heilbrigðisverkfræðingur, hjá Össuri, Stoðtækjaþjónustu.
  • Sandra Gestsdóttir – mastersnemi í sálfræði í uppeldis- og menntavísindum og viðbótardiplóma í lýðheilsuvísindum á masterstigi. Sérkennari í Leikskólanum Fögrubrekku í Kópavogi
  • Vigdís Vala Valgeirsdóttir, doktorsnemi við Sálfræðideild Háskóla Íslands.
  • Unnur Birna Karlsdóttir, sagnfræðingur og forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ á Austurlandi.

Stjórn starfsárið júní 2018 til júní 2019:

  • Freydís Vigfúsdóttir – formaður stjórnar – Líffræðingur og sérfræðingur við Félagsvísindasvið HÍ og kennari við Umhverfis- og auðlindafræði HÍ.
  • Ásrún Matthíasdóttir – gjaldkeri – lektor við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík.*
  • Jóna Sigrún Sigurðardóttir – heilbrigðisverkfræðingur, hjá Össuri, Stoðtækjaþjónustu.
  • Svala Jónsdóttir – kennari og líffræðingur hjá Náttúrufræðistofu Kópavogs.
  • Sigrún María Kristinsdóttir – verkefnastjóri íbúatengsla hjá Kópavogsbæ.
  • Sigrún Ólafsdóttir – prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands.
  • Helga Bragadóttir – prófessor í hjúkrunardeild á heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands.
  • Bryndís G. Róbertsdóttir – verkefnastjóri með hagnýt jarðefni hjá Orkumálastofnun.
  • Vigdís Stefánsdóttir – erfðaráðgjafi hjá LandspítalaHáskólasjúkrahúsi.
  • *Bjargey Anna Guðbrandsdóttir kom inn í stjórn á miðjum starfsvetri og tók við gjaldkerastörfum í fjarveru Ásrúnar.

Stjórn starfsárið júní 2017 til júní 2018:

  • Auður Magnúsdóttir – formaður stjórnar -lífefnafræðingur og deildarforseti umhverfis- og auðlindadeildar Landbúnaðarháskóla Íslands.
  • Anna Heiða Ólafsdóttir – varaformaður – líffræðingur og fiskifræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun Íslands.
  • Ásrún Matthíasdóttir – lektor við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík.
  • Bryndís G. Róbertsdóttir – landfræðingur og jarðfræðingur og verkefnastjóri með hagnýt jarðefni hjá Orkumálastofnun.
  • Unnur Birna Karlsdóttir – sagnfræðingur og sérfræðingur hjá Stofnun Rannsóknasetra Háskóla Íslands.
  • Freydís Vigfúsdóttir – Líffræðingur og sérfræðingur við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands og kennari við umhverfis- og auðlindafræði HÍ.
  • Sigrún María Kristinsdóttir – umhverfis- og auðlindafræðingur, sérfræðingur hjá Eflu verkfræðistofu.
  • Sigrún Sigurðardóttir – deildarstjóri lyfjafræðideildar Háskóla Íslands.
  • Vigdís Stefánsdóttir – erfðaráðgjafi hjá LandspítalaHáskólasjúkrahúsi.
  • Svala Jónsdóttir – kennari og líffræðingur hjá Náttúrufræðistofu Kópavogs.

Stjórn starfsárið júní 2016 til júní 2017:

AM_mynd_cropAuður Önnu Magnúsdóttir er formaður og upphafskona SKVÍS, hún er nýtekin við starfi deildarforseta auðlinda- og umhverfisdeildar LbHÍ, eftir að hafa starfað hjá deCode í nokkur ár. Hennar grunnur er í lífefnafræði frá HÍ og svo lauk hún doktorsnámi frá Karolinska Institut/Stokkhólmsháskóla í Svíþjóð. Auður býr til kraftmikið bláberjavín sem allir ættu að smakka.

Anna_2015 - CopyAnna Heiða Ólafsdóttir er varaformaður SKVÍS, hún er fiskifræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun Íslands. Hún fór í líffræði hér heima og lauk doktorsnámi í fiskifræði við Memorial Háskóla í Kanada. Anna setur ekki smáatriði eins og handleggsbrot fyrir sig þegar hún þarf að fara á sjó.

BjargeyAnnaGudbrandsdottir_cropBjargey Anna Guðbrandsdóttir er ritari SKVÍS, hún er verkefnastjóri þverfræðilegs náms í umhverfis- og auðlindafræði hjá Háskóla Íslands. Hún er sjálf þverfræðileg, með grunnmenntun í líffræði og meistarapróf í stjórnun og stefnumótun. Bjargey kann ekki að prjóna en er betri en Google, a.m.k. samkvæmt systrum hennar.

portrait_helgaGudrunHelga Guðrún Óskarsdóttir er gjaldkeri SKVÍS, hún er doktorsnemi í iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands. Hún las ekki nema 40 sjálfshjálparbækur fyrir meistaraverkefnið sitt og hefur því ráð undir rifi hverju.

Ragnheiður Ólafsdóttir er meðstjórnandi SKVÍS. Hún sjálfstætt starfandi vísindamaður hjá ReykjavíkurAkademíunni og er með doktorspróf í tónlist frá Australian National University in Canberra. Hún hefur búið í mörgum heimsálfum og hefur unnið með tónlist á margan hátt.

Ásrún MatthíasdóttirÁsrún Matthíasdóttir er meðstjórnandi SKVÍS og lektor við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Ásrún er með BS próf í tölvunarfræði, meistarapróf í fjarkennslufræðum og doktorspróf í menntunarfræðum frá Háskóla Íslands. Hún er einnig með diplómapróf í náms og starfsráðgjöf og kennsluréttindi. Ásrún er mjög utanvið sig, hefur jafnvel tekist að fara í ranga flugvél og er ekki alltaf viss hvort hún er að koma eða fara.

UnnurUnnur Birna Karlsdóttir er meðstjórnandi SKVÍS og er sérfræðingur hjá Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands. Unnur er með doktorsgráðu í sagnfræði frá Háskóla Íslands. Hún skrifar skáldsögur inn á milli fræðistarfa og annarra lífsins listisemda og stefnir á heimsreisur fljótlega.

Bryndís Guðrún RóbertsdóttirBryndís Guðrún Róbertsdóttir er einnig meðstjórnandi SKVÍS. Hún er verkefnastjóri með hagnýt jarðefni hjá Orkumálastofnun.

passamyndir og stafrænHafdís Hanna Ægisdóttir er meðstjórnandi SKVÍS, hún er forstöðumaður Landgræðsluskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Hún lærði líffræði við Háskóla Íslands og Kaupmannahafnarháskóla og lauk doktorsprófi í plöntuvistfræði við háskólann í Basel í Sviss. Hafdís Hanna er sveimhugi með ævintýraþrá sem elskar að syngja jazz og ferðast um fjarlæg lönd og íslenska náttúru.